Miðvikudagur 29. nóvember 2006
Kuldaboli
Það er kominn “vetur” hérna í sólarlandi. Í morgun sá ég frost í grasinu sem var í skugga frá sólinni og Anna Sólrún var send á leikskólann með húfu. Hitastigið úti núna er um 9 gráður á celsíus. Ég held að þeir spái því að hitinn fari niður í eina gráðu núna í nótt og svo aftur upp í um 13-15 um daginn.
Í dag má svo ekki gleyma að óska pabba til hamingju með afmælið. Við reyndum að hringja en það svaraði enginn. Þetta er eitt af því sem er svo ferlegt við að búa hinum megin á hnettinum, tímamismunurinn er svo svakalegur að maður missir af öllum! Hvað um það – Hjartanlega til hamingju með afmælið pabbi! 🙂 Og p.s. pakkinn þinn virðist fastur í kerfinu einhvers staðar í London. Það er nokkuð ljóst að við munum ekki versla viljandi við FedEx aftur! (sjá næstu færslu fyrir neðan…)