Föstudagur 12. janúar 2007
Hálku-sópari
Ég var að labba á skrifstofuna í morgun þegar ég gekk fram á mann sem var að sópa gangstéttina. Hann stoppaði mig og bað mig um að ganga ekki yfir framhjá sér, heldur taka á mig stóran krók og ganga aftur fyrir skúr sem var þarna við hliðina á honum. Ég hváði, leit á stéttina og sá að eitthvað hafði hellst niður og spurði hann hvort að þetta væri eitthvað “sticky” eða slímugt. Nei, nei, hann sagði bara að þetta væri hálka og að hún væri sleip. Þá hafði sem sagt lekið vatn úr skúrnum og á gangstéttina og hann var í óða önn að reyna að sópa örþunna hálkulagið í burtu!
Í dag var nefnilega einn af örfáum dögum þar sem það hefur ennþá verið frost klukkan níu að morgni. Ég hristi nú bara höfuðið, sagðist vera íslensk og fékk að prófa hálkuna, sem var nú ekkert til að æsa sig yfir. Þar sem ég gekk áfram sá ég nokkra litla frosna polla, en það var enginn að reyna að sópa þá í burtu. Það er spáð um 10 stiga hita seinna í dag og svo aftur -4 gráðum í nótt, en svo fer hitinn að hækka, svo þessi “hálka” ætti ekki að plaga Kaliforníu-búa mikið lengur.