2007-01-24Uncategorized Standard
Miðvikudagur 24. janúar 2007
Ekki meiri kæfu takk!
Ég setti inn nýjan fídus á kommentakerfið sem ætti að koma í veg fyrir “kæfu” (auglýsingarnar sem hafa verið að birtast á kommentakerfinu). Fídusinn felst í því að notendur þurfa (þegar þeir senda inn komment) að skoða mynd sem inniheldur nokkra stafi og skrifa það sem stendur á myndinni í þar til gerðan textareit. Þetta er líkt og margar vefsíður eru farnar að gera til að koma í veg fyrir að róbotar noti vefsíðurnar (róbotar kunna nefnilega ekki að lesa almennilega ennþá)… 🙂 Ég held að þetta ætti að vera nóg í bili
Það ætti því að vera óhætt aftur að senda inn komment undir nafni (og tölvupóstfangi)… Endilega prófið! 🙂