Mánudagur 5. mars 2007
Heimadagur
Anna Sólrún vaknaði í morgun kvartandi um magaverk og sagðist þurfa að æla. Það stóð heima og eftir að hún var búin að fá vatnssopa kom ein góð spýja og þar með var leikskólinn út úr myndinni. Ég var því heima með henni í dag og þar sem hún braggaðist þá varð ég lufsulegri og hafði ekkert á móti þriggja tíma síðdegislúrnum! Ég er fyrst að hrista af mér slenið núna fyrir svefninn, og er vonast eftir góðum vinnudegi á morgun, því það er nokkuð ljóst að skellibjallan fer á leikskólann!
Helgin var annars ágæt. Við hjónin fórum ein út að borða á laugardeginum, á fínan franskan veitingastað sem við fundum góðar umsagnir um á netinu. Þetta var samt í fyrsta sinn sem við höfum farið inn á stað hérna og fundist við vera “under-dressed”. Sem betur fer voru nokkrir viðstaddir í stuttermabolum, en restin var meira og minna bissnessklædd. Það stóð heima að vínlistinn spannaði allan skalann, ég held að dýrasta vínið hafi verið á rúmlega tvöhundruðþúsund kall íslenskar flaskan! En maturinn var góður og ég fékk besta núggat-ís ever í eftirrétt! 🙂
Á sunnudeginum gerðum við heldur lítið, Finnur sat og skrifaði forrit til að koma RSS í gang fyrir síðurnar okkar (sem er næstum því tilbúið) og ég las fyrir Önnu sem var frekar kvefuð. Rétt fyrir kvöldmat kíkti svo Ágúst hennar Huldu í heimsókn, en hann hafði lent á svæðinu kvöldið áður. Finnur fór með hann í skoðunarferð um kampusinn á meðan ég mallaði saman kvöldmat og síðan var spjallað fram á kvöld. Við erum afskaplega kát með allt íslenska nammið svo og Bláa lóns pakkann sem ég fékk í afmælisgjöf. 🙂
Talandi um afmæli, hjartanlega til hamingju með fertugsafmælið Eyrún!! 🙂