Föstudagur 13. apríl 2007
Gömul vika
Allt í einu er kominn föstudagur. Þetta hefur verið svoldið upp og ofan vika. Mánudagur og þriðjudagur voru voða afkastalitlir. Á miðvikudeginum var fundur með prófessornum sem gekk ágætlega. Öllu heldur, ég er búin að vera að reyna að útskýra fyrir honum hvað ég er að gera í marga mánuði, en alltaf hefur það bögglast illilega. Í þetta sinn vorum við bæði af vilja gerð og ég held að ég hafi náð að skora nokkur prik í skilningskladdann hans. Hvort prikin verði þar enn þegar ég hitti hann næst er erfitt að segja, en hann var amk ánægður með fundinn.
Eftir það hófst span við að laga það sem lagað varð af greininni minn á örstuttum tíma. Hinn leiðbeinandinn minn er nefnilega að sækja um áframhaldandi fjármagn (hin árlega spenna) og vildi fá uppkast af greininni. Ég er hins vegar í miðju kafi að grafsa mig í gegnum endurbætur og því allt í hálfgerðu rugli. En ég strumpaði einhverju saman og lét hann fá.
Stress miðvikudagsins þýddi að fimmtudagurinn var svo gott sem ónýtur. Ég reyndar fékk uppáskrift hjá prófessornum að hann samþykkti áframhaldandi “candidacy” til doktorsnáms en eftir það lagðist ég í algjört chill. Rölti á subway í hádegismat, svo á bókasafnið þar sem ég náði í season tvö af House. Bókasafnið hérna býður upp á gott úrval af nýjustu dvd diskum, en gallinn er sá að maður fær bara lán upp á einn dag.
Það þýddi að sjálfsögðu að þegar heim var komið var náð í örugglega kolólöglegt forrit á netinu sem kóperar dvd mynd-diska og því erum við nú með 46 GB af House á tölvunni okkar heima…
En í dag er sem sagt föstudagur og ég var að mæta á skrifstofuna (eftir að hafa skilað season tvö og náð í season eitt… sjónvarpssukk framundan!!). Planið er að lesa yfir greinina mína og reyna að sjá fyrir mér hvernig ég ætla að endurbæta seinni helminginn (og reyndar þann fyrri líka). Kannski næ ég að actually gera eitthvað seinna í dag, við sjáum bara til. Amk er svefnköstunum alltaf að fækka og ég fúnkera núna ágætlega með bara einn stuttan lúr á dag. Það er að segja svo lengi sem að þetta kvef sem er að stinga sér niður gerist ekki verra…