RSS-væðing og afmæli
Jæja, þá er búið að “RSS-væða” dagbókina okkar, bæði bloggið, myndasíðurnar og núna nýjast: kommentin frá lesendum. 🙂
RSS fyrir dagbókina er hér:
(sama link er einnig að finna hér að ofan)
RSS fyrir lesendakommentin (ef fólk vill fylgjast með því) er hér:
(sama link er einnig að finna í hægri dálkinum)
Ég er kannski svolítið seinn að “sjá ljósið” þegar kemur að RSS en núna er ég alveg “húkked”. Mér finnst þetta svo mikil snilld þegar kemur að annarra manna vefsíðum að ég bara varð að bæta þessu við okkar líka. 🙂
Ég nota Google Reader og er búinn að skrá mig sem áskrifanda að vefsíðum sem bjóða upp á RSS (Mogginn, New York Times, BBC, dagbækur og Picasa- og Flickr-myndabókum vina og vandamanna, SlashDot, Dilbert og fleiri teiknimyndasögum. Í hvert sinn sem eitthvað nýtt er póstað á vef sem ég hef áhuga birtist það í Google Reader-num. Maður þarf reyndar Google email til að geta notað Reader-inn, en ég get auðveldlega reddað því – ef ykkur vantar svoleiðis hafið þá bara samband. Svo eru önnur forrit en Google Reader-inn sem bjóða upp á sama fídus, sem ekki krefjast Google emails.
Ég er þar með alveg hættur að frústrera mig á því að það skuli ekki vera komið neitt nýtt inn á uppáhalda síðurnar mínar. Þetta bara birtist í Inbox-inu þegar á þarf að halda og ég þarf ekki að gera neitt. 🙂
Annars er það af okkur að frétta að við fórum í 3ja ára afmæli til LuLu vinkonu Önnu, sem á heima hér í nágrenninu. Svo skruppum við í búðina og keyptum í matinn en héldum svo heim á leið og reyndum að svæfa Önnu Sólrúnu, sem gekk ekki þar sem hún er eiginlega að mestu hætt að sofa á daginn (gengur brösulega að fá hana til að sofa á leikskólanum, en hefur yfirleitt gengið að fá hana til að sofa um helgar – en klikkar öðru hverju eins og núna). Hún virðist ekkert endilega þurfa á svefninum að halda lengur – er í góðum gír að leika sér að líma límmiða á peysuna sína í rólegheitum. Hún sofnar þá bara mun fyrr í kvöld. 🙂
Anna með límmiðana. 🙂