Hrefna þreytt, afþakkaði gesti
[Difficult night for Hrefna; contractions and some bleeding last night so the doctors kept testing and monitoring and poking and prodding in the weird hours of the night resulting in lack of sleep so Hrefna didn’t feel like having visitors. I went to see her after lunch and she looked very tired but sounded better later in the night when we spoke on the phone, things had settled a bit and she managed to relax over a movie. She has an IV again now so typing is a hassle for her. 🙁 And before I forget – we appreciate the gesture but please don’t send more flowers as desk space is at a premium in the hospital room 🙂]
Þetta var erfið nótt fyrir Hrefnu. Hún fékk samdrætti og það blæddi svolítið meira en venjulega sem síðar róaðist en læknarnir voru með áhyggjur. Þeir settu hana á mónitor og æðalegg, gáfu vökva (sem er víst gott í þessum tilfellum) og fylgdust með henni í alla nótt. Þeir komu víst að prófa eitthvað á klukkutíma fresti nánast í alla nótt þannig að það var lítið sofið og Hrefna því ekki í stuði til að taka á móti gestum í dag og jafnframt ekki ánægð með að þurfa að fá æðalegg því það gerir það að verkum að hún á erfiðara með að vélrita. Ég fór annars að hitta hana rétt eftir hádegismat og hún var mjög þreytuleg en mér heyrðist þegar ég talaði við hana í síma seinna um daginn að ástandið væri betra. Hún hljómaði mun betur og var þá að slaka á yfir Pretty Woman.
Og já, meðan ég man – ef einhverjum dettur í hug að senda blóm vil ég benda á að við þökkum hugulsemina en þar sem hún hefur ekki mikið borðpláss er rétt að afþakka það pent. 🙂
Annars vonum við bara að nóttin verði tíðindalítil og morgundagurinn betri.