Tveir drengir komnir í heiminn
[Two baby boys born just after midnight tonight, one 880 gr. and the other 1020 gr. They just made 26 weeks today and the doctors tell us they are pretty typical for 26 weeks preemies. Now we just need to cross our fingers for the next ten days or so, which is the most risky period. Hrefna is doing fine.
Update: About an hour ago, the doctor called us in to the NICU to tell us twin A (the smaller one) was struggling. Despite best effort by the doctor, they were unable to save him. 🙁 We did get to hold him in our arms for a little while and say goodbye.]
Hrefna hringdi í mig um miðnætti og sagðist vera á leiðinni í keisara. Augusto kom yfir og passaði Önnu á meðan ég rauk upp á spítala. Eftir klukkutíma aðgerð sem gekk vel voru tveir drengir komnir í heiminn; A (með lekavandamálið) var 880 grömm (3.5 merkur) og B var 1020 (4 merkur). Klukkan er núna tæplega hálf fimm og við komin aftur í gömlu stofuna hennar Hrefnu og strákarnir búnir að koma sér fyrir á vökudeildinni. Þeir rétt náðu 26 vikum og eru víst týpískir 26 vikna gamlir fyrirburar. Eftir 10 daga verður mesta hættan á einhverjum vandkvæðum liðin hjá þannig að við krossleggjum bara fingur og vonum það besta. Hrefna hefur það ágætt.
Uppfærsla: Fyrir um klukkutíma síðan kallaði læknirinn okkur inn á vökudeildina og sagði okkur frá því að tvíburi A (sá minni) væri að berjast fyrir lífi sínu. Læknarnir reyndu sitt besta en tókst ekki að bjarga honum. 🙁 Við fengum að halda á honum síðustu andartökin og segja bless við litla krílið okkar.