Dagur 10: Rólegt
[Finnur and I got to sleep in this morning, while the two Annas spent the morning on the playground. The older one knitted while the younger swung in the swing in the backyard. At noon Anna Sólrún had her swim lesson while Finnur took pictures and grandma watched. I was at home enjoying the peace and quiet (read: slept), but when they got home I became productive and visited the super-bra-shop and bought what I needed for my “dairy”. I then made a stop at the hospital to see Bjarki who was doing fine, lying on his stomach. It does look like he has grown a bit.
Not many news from Bjarki Freyr. They are now trying to wean him off the ventilator (again) but he has been resisting a little. He is prone to hover just above the upper limit on his oxygen saturation (96% or 1% above the limit) causing the alarm to go off but when they lower the oxygen content by only one percent, he takes a 10% dip in oxygen saturation, which is not acceptable. But the doctors persist and they have now lowered the beats per minute.
He is off the UV lights (again) and today they removed the last IV going through the umbilical cord. This means one more obstacle for holding him has been removed and we have a date setup for holding him (just before noon tomorrow) skin-to-skin as they call it. But, all in all – no news is still good news and we end this blog with some pictures of Anna today during swimming and in our backyard (see below).]
Við hjónakornin fengum að sofa út í morgun á meðan Önnurnar tvær eyddu morgninum á leikvellinum. Sú eldri prjónaði á meðan sú yngri lék sér í sandinum og rólaði hærra en góðu hófi gegnir. Í hádeginu fór Anna Sólrún á sundnámskeið og Finnur tók myndir á meðan amma horfði á. Ég var heima í rólegheitum á meðan (lesist: svaf), en þegar þau voru komin heim gerðist ég framtakssöm og fór í ofur-brjóstahaldarabúð og keypti það sem þurfti fyrir mjólkurbúið. Kom svo við hjá Bjarka á bakaleiðinni, og hann hafði það bara sæmilegt á maganum. Er ekki frá því að hann hafi stækkað örlítið.
Af Bjarka Frey er annars bara lítið að frétta. Það er verið að reyna að venja hann af öndunarvélinni (aftur) en hann hefur örlítið verið að streytast á móti. Hann á það til að hanga rétt fyrir ofan efri mörkin á súrefnismettun í blóði (hangir í 96%, efri mörkin eru 95%) en þegar þeir minnka súrefnið um bara eitt prósent, þá tekur hann rúmlega 10% dýfu í súrefnismettun sem er víst ekki alveg ásættanlegt. En læknarnir þrjóskast við á móti og nú er verið að fækka við hann öndunarslögunum.
Hann er hættur í gululjósunum (aftur) og í dag var síðasti æðaleggurinn í gegnum naflastenginn tekinn. Það þýðir að nú er víst minna mál að fá að halda á honum, og við erum einmitt búin að setja upp stefnumót rétt fyrir hádegi á morgun til að prófa að halda á drengnum “skin-to-skin” eins og þeir segja. En sum sé, engar fréttir eru ennþá góðar fréttir og við slúttum þessari blogg-færslu með sund- og bakgarðsmynd af Önnu Sólrúnu.