Eyrnabólga
[Nobody slept well in this house last night. Around 2 am Anna started waking up every 30 mins or so crying and complaining of an ear ache. We gave her some painkillers but it didn’t really seem to help much. So we took her to see a doctor this morning who diagnosed her with an ear infection that had ruptured her right ear drum. Apparently it should grow back in 24 hours, so “no big deal”. To fix the problem she got antibiotics and ear drops for 7 days and we replenished our Children’s Tylenol supply. She was looking a lot better this afternoon so all should be well soon.
Bjarki’s status is unchanged, still doing his thing and keeping his nurses busy tuning his oxygen. I’m still coughing, and hoping that the virus doesn’t spread up into my head although, if the popping in my ears is any indication, I think it’s trying its best. Finnur remains healthy, albeit tired, after a non-stop run of work and evening hospital visits. I can’t wait until this endless sick-season ends.]
Það svaf enginn vel hér í nótt því um tvöleytið byrjaði Anna Sólrún að vakna grátandi á hálftíma fresti, kvartandi um eyrnaverk. Við gáfum henni stíl, en hann virtist ekki hafa mikil áhrif á hana. Í morgun fórum við svo til læknis sem sagði að hún væri með eyrnabólgu og að hægri hljóðhimnan væri sprungin. Hún ætti hins vegar að gróa að einum sólarhring eða svo, svo það væri ekki svo slæmt. Anna Sólrún fær því sýklalyf og eyrnadropa í 7 daga, og svo birgðum við okkur upp af barna-tylenol. Hún leit miklu betur út núna um kvöldmatarleytið, svo þetta ætti að lagast fljótlega.
Ekkert nýtt að frétta af Bjarka Frey, ennþá að sveiflast í súrefnismettun og hjúkkurnar gera lítið annað en að stilla súrefnismagnið. Ég hósta enn og er bara rétt að vona að vírusinn fari ekki illa með hausinn á mér, en það er byrjað að braka aðeins í eyrunum á mér, svo hann er að reyna að koma sér fyrir þar. Finnur heldur enn heilsu, en er orðinn nokkuð þreyttur eftir fulla vinnudaga og kvöld-spítala-heimsóknir. Mikið verð ég glöð þegar þessu veikindatímabili líkur!