Heimsókn
[Finnur’s sister, Steinunn, and her boyfriend Einar just arrived from Iceland. They’ll be staying with us for 10 days, and then Anna will get her bed back (and not a moment too soon in her opinion!). I spent the day at home yet again, I’m still not quite healthy yet. Bjarki’s third eye exam was today, and his eyes are now Stage 2 ROP, i.e. they’ve gotten a bit worse. We’re told this is not uncommon, and to expect the eyes to reach their worst around 36 weeks, and then hopefully get better. No results yet from the reflex-study, hopefully we’ll get some news tomorrow morning.]
Steinunn, systir hans Finns, og Einar kærasti hennar voru að velta inn úr dyrunum eftir langt ferðalag frá Íslandi. Þau verða hjá okkur í 10 daga og svo fær Anna Sólrún rúmið sitt aftur (hún var sko ekkert ánægð með að vera svæfð í okkar rúmi í kvöld). Ég eyddi enn einum deginum heimavið, er ekki ennþá búin að ná fullri heilsu. Þriðja augnskoðunin á Bjarka leiddi í ljós að augun hafa aðeins versnað, hann er núna með ROP á stigi 2. Yfirhjúkkan sagði mér að augun versnuðu oft fram að 36 vikum, en færu svo að lagast, svo við verðum bara að vona þau versni ekki mikið meira! Ekkert að frétta af vélindabakflæðis-stúdíunni sem var gerð í gær, vonandi fáum við að vita eitthvað í fyrramálið.