Næstum níu vikna
[In about an hour, Bjarki Freyr will be 9 weeks old, or 35 weeks or minus 5 weeks. This morning I called into the hospital and of course the nurse admitted to trying to wean Bjarki down from 96% oxygen saturation, which is where he hangs out when he’s happy. For some reason that annoyed me to no end, so I resolved to get them to raise his limit to 96% or officially remove him from the research study.
When I arrived at the hospital (all geared up for a fight) I was very relieved that the doctor agreed without any fuss at all to raise him up. 🙂 I’m hoping this will give him a bit of a buffer against the reflux/pooping-induced desats. I’m just kicking myself for not doing this much much sooner (his favorite number has been 96% since he was born), but I have a hard time disagreeing with doctors whose job description is (partly) to give the impression that they know best. It also didn’t help to be removed from the action for three weeks. Anyway, I hope things start stabilizing now, especially with the new reflux medication.
The developmental specialist saw him today and recommended a couple of exercises for him to free up his joints since he spends so much of his time bundled up and not moving much. Other than that he was pleased with Bjarki’s progress. In the next few days they’re also planning to start bottle-feeding him a bit in addition to the recreational breast-feeding.
Not much else going on. Steinunn and Einar spent the day in San Francisco and I cooked lamb for us tonight. Anna was kinda exhausted and kept doing the girly “I can’t do it, I need help” while she was doing a puzzle. That mantra annoys me to no end. Steinunn and Einar leave tomorrow night, we’ll sure miss having them around!]
Bjarki Freyr verður 9 vikna eftir klst, eða 35 vikna eða mínus 5 vikna. Þegar ég hringdi á spítalann í morgun þá viðurkenndi hjúkkan að hafa verið að reyna að koma honum niður í 95% úr 96% í blóðsúrefnismettun, sem fór óendanlega í mig. Ég var því harðákveðin að fá þau til að hækka leyfilegu mörkin hans í 96%, og var tilbúin að taka hann opinberlega úr rannsókninni sem hann er í.
Þegar ég mætti á spítalann (tilbúin í mikinn slag) þá kom mér það mikið á óvart að læknirinn samþykkti hækkunina möglunarlaust. Vonandi þýðir þetta að hann á súrefni inni þegar hann fær bakflæði eða er að reyna að kúka, og við fyrstu sýn þá var það reyndin. Ég er bara pirruð út í sjálfa mig að hafa ekki beðið um þetta mikið fyrr (uppáhaldstalan hans hefur verið 96% svo til frá fæðingu) en ég á alltaf erfitt með að véfengja lækna sem þurfa starfs síns vegna að láta sem svo að þeir viti hvað þeir eru að gera. Hvað um það, vonandi fara hlutir að róast núna, sérstaklega með nýju bakflæðis-lyfjunum sem hann byrjaði á í gær.
Þroska-sérfræðingurinn kíkti á hann í dag og mælti með nokkrum æfingum til að gera með honum til að liðka hann því hann liggur kyrr meira og minna allan sólarhringinn. Annars var hann ánægður með hann. Á næstu dögum á líklega að prófa að gefa honum pela ásamt því að við höldum áfram tómstunda-brjóstagjöfinni.
Ekki mikið annars í fréttum. Steinunn og Einar (St-Einar) eyddu deginum í borginni og ég eldaði lamb í kvöldmat. Anna var frekar örmagna eftir daginn og nauðaði í sífellu að hana vantaði hjálp við að púsla á meðan ég var í eldhúsinu. Mig grunar að hún sé búin að læra “ég get ekki” af eldri stelpunum í leikskólanum (þó að hún hafi áður sýnt fram á það að hún geti það). Ég vona bara að þetta “ó, greyið ég hjálparlausa konan”-skeið endist ekki of lengi… St-Einar fara svo annað kvöld og þá verður heldur tómlegt í kotinu. 🙁
Næææstum 9 vikna, í bláu skyrtunni sinni. Takið eftir hjartalaga plástrunum. 🙂
Aaaalmost 9 weeks old in his blue shirt. Note the heart-shaped stickers.
Teygt úr fótunum. Stretching his feet.
Finnur kom í lok dags að kíkja á Bjarka. Finnur holding Bjarki at the end of the day.