Dagur í lífi Hrefnu
06:00 Vakna til að pumpa.
06:40 Hringi á spítalann.
06:50 Hryn í rúmið.
08:00 Rís upp úr rúminu, set teygju í hárið á Önnu, kyssi þau bless og leggst aftur.
09:30 Skríð fram úr og borða morgunmat.
10:00 Pumpa.
10:45 Sturta.
11:00 Tek saman það sem þarf og fer á spítalann.
11:30 Mæti á spítalann. Mæli hitann, skipti um bleiu og vigta hann.
12:00 Brjóstagjöf hefst.
12:30 Brjóstagjöf lýkur. Bjarki vigtaður, svo settur í rúmið og restinni af matnum skolað niður í maga gegnum slöngu.
13:00 Pumpa við rúmið.
13:30 Hádegismatur.
14:00 Bjarki baðaður (óvenjulegt, myndi annars halda á honum).
14:30 Matartími undirbúinn með hitamælingu, bleiuskiptum og vigtun.
15:00 Brjóstagjöf hefst.
15:30 Brjóstagjöf lýkur. Bjarki vigtaður, svo settur í rúmið og restinni af matnum skolað niður í maga gegnum slöngu.
16:00 Pumpa við rúmið.
16:30 Fæ mér snarl að borða, hringi í Finn.
17:00 Les bæklinum um umhirðu barna. Hefði haldið á Bjarka hefði hann ekki sofið svona vel í rúminu.
17:30 Matartími undirbúinn með hitamælingu, bleiuskiptum og vigtun.
18:00 Brjóstagjöf hefst.
18:30 Brjóstagjöf lýkur. Bjarki vigtaður, svo settur í rúmið og restinni af matnum skolað niður í maga gegnum slöngu.
18:45 Lagt af stað heim.
19:00 Kvöldmatur borðaður, eldaður af elskulegum eiginmanni sem náði í Önnu klukkan 18.
19:30 Gengið frá eftir matinn.
20:00 Anna sett í rúmið.
20:30 Slakað á fyrir framan tölvuna.
21:00 Pumpað.
21:30 Stússast, bloggað og/eða legið fyrir framan imbann.
00:30 Pumpað.
01:00 Gengið frá, hringt á spítalann og háttatími undirbúinn.
01:30 Zzzzzzzz….