12 vikna
[Bjarki is now 12 week old, or 38 weeks, or -2 week old (depending on how you look at it). He measured just under 3.4 kg tonight and 49.5 cm. Anna was born about two weeks early and was then 3.2 kg and 49.5 cm so Bjarki seems to be doing well in that respect! 🙂
We probably will be getting him home soon they say (2 weeks?), but most likely he will take home an oxygen tank with him. But first he needs to learn how to eat well; he is a bit lazy in between really good feeds. At lunch time he was wide awake and drank 42 ml from the breast, which is a new record, but the rest of the day he was sleeeeapy and hardly drank anything at all. I suspect he has turned the day upside down due to lack of sunlight, because there are no windows on his room.]
Þá er Bjarki Freyr orðinn 12 vikna, eða 38 vikna eða mínus tveggja vikna. Hann mældist rétt tæp 3.4 kg í kvöld og 49.5 cm. Anna Sólrún fæddist ca. tvær vikur fyrir tímann og var þá 3.2 kg og 49.5 cm svo að drengurinn er að plumma sig vel hvað það varðar! 🙂
Það er farið að styttast í heimferð (2 vikur?) segja þau sem hafa með það að segja, en að öllum líkindum verður hann sendur heim með súrefniskút þegar að því kemur. Fyrst þarf hann samt að læra betur að borða, hann er heldur latur til á milli þess að hann stendur sig rosalega vel. Í hádeginu í dag var hann t.d. glaðvakandi og drakk 42 mL af brjóstinu sem er nýtt met, en restina af deginum var hann soooofandi og drakk eiginlega ekki neitt. Mig grunar að hann sé mögulega búinn að snúa sólarhringnum við, enda engir gluggar á herberginu hans.