Bííb, bííb…
[Bjarki passed his hearing test today, yay! 🙂 It still looks like they’ll send him home (on oxygen) in about 2 weeks, but first he has to learn to eat better. This week they found he’s developed an “inguinal hernia“, which needs to be fixed, so he’ll probably have surgery sometime next week and spend a day or so in the NICU as a result. (Sigh)]
Bjarki stóðst heyrnaprófið sitt í dag, en öll börn eru heyrnamæld áður en þau fara af spítalanum. Við reyndar vissum að hann heyrði eitthvað, enda hefur hann ósjaldan hrukkið við út af hávaða, en það var ágætt að fá það staðfest. Annars er hann bara upptekinn við að vaxa og læra að borða betur. Óopinberlega er búist við að hann fari heim eftir ca. tvær vikur, og mér skilst að það strandi helst á því að hann fær ennþá talsvert af mjólkinni sinni í gegnum rörið. Yfirhjúkkan sagði að það væru 98% líkur á að hann færi heim með súrefni, en að hann muni losna við það fyrir rest þegar lungun stækka.
Í vikunni kom í ljós að hann er kominn með kviðslið í nára (“inguinal hernia“) og það þarf að laga það með skurðaðgerð áður en hann fer heim. Að öllum líkindum verður aðgerðin í næstu viku og við megum búast við að eyða degi eða svo á vökudeildinni. Okkur er tjáð að hann ætti að jafna sig fljótt og vel eftir aðgerðina (gerð í gegnum naflann víst) sjálfa – hins vegar þarf að setja hann á öndunarvél á meðan aðgerðinni stendur, og það gæti tekið hann smá tíma að jafna sig eftir það.