Lognið á undan storminum
[Today was a good day. Possibly too good. Probably the calm before the hernia-operation-storm if anything. The main events were as follows: a) Bjarki was wide awake for lunch and set a new record. Ate 74 mL in an hour straight from the cow. b) The eye-doctor pronounced his eyes “improved”. Both eyes now have ROP stage 1 (the right one had stage 2 last week) and there are areas that are ROP-free. Very good news indeed! c) Bjarki’s gained a lot of weight during his ad-lib feeding, almost too much considering what he’s been documented eating (maybe it’s just cream?!) so the doctor said I could stop weighing him before and after breastfeeding, which simplifies things considerably. d) The only thing really keeping him in the hospital is the hernia surgery. Assuming that goes well, and nothing else happens, he might come home early next week. Crazy!]
Dagurinn í dag var góður. Eiginlega of góður. Alveg örugglega lognið á undan kviðslits-aðgerðar-storminum…! Dagurinn byrjaði á því að Bjarki Freyr gúlpaði í sig 74 mL beint úr kúnni á einum klukkutíma í hádeginu og er það nýtt met. Sá stutti stóð sig eins og hetja og stóð af sér hverja mjólkurgusuna á fætur annarri án þess að drukkna. Reyndar kom upp úr honum smá spýja í einu rop-hléinu og það er augljóst að hann glímir við vélindabakflæði, en allt í allt þá hefur honum farið heilmikið fram í mjólkurdrykkju á einni viku.
Góðu fréttir númer tvö voru að augnlæknirinn kom og sagði að nú væru bæði augun bara með ROP af fyrsta stigi (hægra augað var á öðru stigi fyrir viku síðan). Ekki nóg með það heldur væru núna svæði í báðum augum sem væru ROP-laus! Það voru sannarlega góðar fréttir. Næsta skoðun er svo í næstu viku.
Þegar læknirinn og yfirhjúkkan “round-uðu” svo eftir augnskoðunina þá furðuðu þau sig á því hvað Bjarki væri búinn að þyngjast mikið undanfarna daga, þrátt fyrir að mjólkurmagnið væri ekkert stórkostlegt. Yfirhjúkkan gantaðist með að líklega væri drengurinn bara að drekka rjóma! Hvað um það, lækninum fannst lítið vit í að láta mig vigta Bjarka fyrir og eftir brjóstgjöf, því það væri greinlega ekki mikið á þeim upplýsingum að græða, svo nú þarf ég ekki að standa í þessum vigtunum lengur. Þau vilja bara láta vigta hann daglega til að sjá hvort ekki sé allt í lagi.
Samkvæmt lækninum er fátt nema kviðslits-aðgerðin sem heldur honum á spítalanum núna, og vonandi næst að framkvæma hana í þessari viku. Ef allt gengur að óskum þar og ekkert nýtt kemur upp á, þá megum við eiga von á að fá hann heim í byrjun næstu viku. Mikið verður það nú skrítið!