Læknisheimsóknir
[Bjarki went to the eye-doctor yesterday, who proclaimed him ROP-free much like 2 weeks ago. The doc told us that Bjarki would probably need 1-2 more check-ups just to be on the safe side. The next eye exam is in 2 weeks. The eye-exam place is a little crazy though. Thursday mornings are “infant mornings” which means it’s a bit of a NICU reunion, so the waiting room is full of infant carriers! The appointment time doesn’t really mean much, since you show up and the first thing they do is dilate the eyes. Then there’s a minimum of 30 minutes wait, and sometimes much more. One mom told me she’d been in there for a total of 3 hours! Anyway, by making appointments at 8am, we’re usually out by 9:30, which isn’t terrible.
This morning we took Bjarki to the pediatrician, where he measured at 9 lbs 6 ounces, and 20.75 inches. This means he’s gaining adequate weight, not stupendous weight gain, but “enough”. The doc thought his breathing was improved, so it’ll be interesting what the lung-doctor thinks in a couple of weeks at his Nov. 12th appointment.
We also told her that we’ve stopped giving him his vitamins and iron for now to see if his digestion improves and maybe starts sleeping better. She ok-ed that but asked that we restart the iron in a few days and watch what happens. Then Bjarki got three vaccination-shots, and we made an appointment to get the final two in a couple of weeks.]
Bjarki fór til augnlæknisins í gær sem sagði að augun litu vel út og að Bjarki ætti eftir 1-2 skoðanir áður en hann er úr ROP-hættu. Næsta augnskoðun er svo eftir 2 vikur. Augn-stöðin er samt undarlegur staður. Fimmtudagsmorgnar eru “ungbarnamorgnar” og fúnkera því eins og vökudeildar-ríjúníon! Mætingartíminn segir ekkert til um hvað maður er lengi á stöðinni, fyrst eru settir “útvíkkandi” augndropar í börnin og síðan þarf að bíða í amk 30 mín. Ein mamman sagðist hafa verið þrjá tíma þarna inni, en við höfum sloppið með rúma klst með því að mæta klukkan átta.
Í morgun fór hann svo til barnalæknisins og mældist 53 cm og 4250 gr. Að meðaltali er hann því að þyngjast um ca. 20 gr á dag sem þykir ásættanlegt. Henni fannst Bjarki vera að anda betur, sem var gott. Eftir rétt rúmar tvær vikur (12. nóv) er svo næsti tími hjá lungnalækninum, og það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr því.
Við sögðum henni líka að við værum að prófa að sleppa vítamínunum og járninu til að sjá hvort að honum líði betur í maganum, og sofi mögulega betur. Hún “gútteraði” það en lagði til að við færum að gefa honum járnið aftur eftir nokkra daga til að sjá hvað gerist. Svo fékk hann þrjár bólusetningasprautur og á að koma eftir tvær vikur til að fá seinustu tvær sprauturnar.