Ríteil þerapía og gönguferð
[Saturday was retail-therapy day for me, and today Bjarki turned 4 months old. To mark the occasion, I took him and Anna out for his first walk in a stroller. He slept though half of it, and then screamed for the other half as we walked from Hoover tower almost all the way home without finding a single bench to sit down on to nurse. Finnur goes back to work tomorrow, and hopefully all will go well.]
Í gær var heldur stuttur þráðurinn hjá mér eftir svefnbrotna nótt svo ég tók Önnu Sólrúnu með mér í verslunarleiðangur eftir síðdegislúrinn. Finnur var heima á meðan með Bjarka sem svaf mestan tímann. Þegar við komum heim aftur eftir góða verslunar-þerapíu þá eldaði Finnur sjávarréttasúpu og síðan gerðum við ekkert af viti það sem eftir lifði kvölds.
Nóttin síðasta var aðeins skárri en oft áður, Bjarki vaknaði ca. á miðnætti, klukkan 3 og 6 (eins og á spítalanum) en síðan oftar í morgunsárið. Anna vaknaði klukkan 8 og kom strax að huga að litla bróður. Það tók svoldið á að sannfæra hana um að klifra ekki upp í rúmið, því Bjarki væri sofandi, en það hafðist að mestu.
Í dag varð Bjarki 4ra mánaða og í tilefni af því fór ég með hann í fyrsta göngutúrinn ásamt Önnu sem hjólaði á undan. Finnur ryksugaði heimilið á meðan. Göngutúrinn gekk svona upp og ofan því þegar við vorum komin að turninum vaknaði sá stutti en vildi ekki drekka. Það var því lítið að gera nema pakka honum aftur í kerruna og ganga áleiðis heim á leið með hann öskrandi. Sá stutti hefur nefnilega ekki viljað snuð undanfarið, hann kúgast bara þegar maður reynir að stinga svoleiðis græju upp í hann. Það er því eilítið snúið að róa hann niður ef hann fær í magann og vill ekki borða því hann á eftir að ropa/prumpa/kúka.
Við fundum loksins bekk þegar við vorum næstum komin heim og Bjarki drakk, en maginn hélt því miður áfram að angra hann af og til fram yfir kvöldmat. Kannski að sjávarréttasúpan hafi ekki farið svo vel í hann [innskot ritstjóra: nei, við erum ekki farin að gefa honum súpu en einhvern veginn verður að vera hægt að kenna pabbanum um… ;)]. Hmmm… Það helsta sem gerðist annars í dag var að Holla og Óli höfðu samband og við vefmyndavéluðumst aðeins. 🙂
26. okt 2007: Ábyrgðarspjaldið. [Innskot ritstjóra: Ég keypti fyrir nokkrum mánuðum síðan broskallaspjald þar sem við setjum upp markmið fyrir daginn (t.d. velja og fara sjálf í fötin að morgni dags, vera dugleg að leggja sig á daginn, vera ekkert að tuða í okkur og dugleg að fylgja kvöldrútínunni) og svo fær hún broskall þegar hún fylgir reglum samfélagsins. Hrefna var skeptísk á þetta, að sjálfsögðu, en þetta hefur að mínu mati reynst afskaplega vel þó að ekki hafi einu sinni þurft að lofa að verðlauna ef vel gengur (ekkert svona “ferð í dýragarðinn ef þú nærð öllum brosköllunum”) annað en bara að veita almennt hrós fyrir góða hegðun og viðurkenningu á “afrekunum” – hún meira að segja minnir mann stundum á það sem aflaga fer, eins og þegar hún gleymir að fara með fötin í óhreina-taus-körfuna í lok dags. :)]
Bjarki að horfa í kringum sig.
Í sömu peysunni og á þessari mynd (fyrir um tveimur mánuðum síðan).
28. okt. 2007. Það var æðislegt veður í dag, tilvalið til göngutúrs.
Eru ekki allir krakkar með súrefniskút undir bílstólnum sínum?
Sætakrútt.