For-Hrekkjavaka
[Pre-Halloween fun was had at daycare today and then again this evening, when we went nuts carving pumpkins along with Augusto and Sarah. Oh yes, and we felt the 5.6 magnitude earthquake that started in San Jose, but it was pretty mild and only caused a couple of images to wiggle a bit on the walls.]
Stóru-krakka bekkurinn hennar Önnu Sólrúnar fór í dag í hrekkja-göngu og sníktu nammi í bankanum við hliðina á leikskólanum. Um kvöldið komu Augusto og Sarah og við skárum út grasker eins og við ættum lífið að leysa. Þau tvö komu reyndar með grasker sem þau höfðu skorið út um helgina, svo núna erum við að drukkna í graskerum – en það er svo sem ekkert verra! 🙂
Í kvöld fundum við svo fyrsta stóra jarðskjálftann okkar hérna úti í kvöld. Hann var 5.6 á richter og stóð yfir í um 10-15 sekúndur og átti upptök sín á óbyggðu svæði aðeins fyrir sunnan okkur. Það gerðist ekkert meira en að nokkrar myndir rugguðu á veggjunum og sen betur fer höfum við ekki heyrt um neinn almennan skaða. Ætli svæðið hafi ekki sloppið með skrekkinn í þetta sinn. Sjö, níu, þrettán…
Anna Mjallhvít á leikskólanum í dag.
Anna við graskerið sem hún hannaði (í eigin mynd).
Afrakstur kvöldsins, plús tvö eldri grasker. Augusto bjó til
graskers-átu-graskerið og skipið, Finnur bjó til húsið,
Sarah bjó til galdranornina, Hrefna skar út munnstóra graskerið
og svo ullandi graskerið fyrir Önnu.