Anna Sólrún 4ra ára!
Þá er Anna Sólrún orðin 4ra ára!! Alveg er ótrúlegt hvað tíminn líður hratt… Bætum við myndum inn seinna í dag, erum að undirbúa míní-afmælisveislu með heimatilbúnum bláberjamúffum og súkkulaðiköku. 🙂
… og núna er komið kvöld …
Áttum góðan dag hérna heima. Við Anna bökuðum saman bláberjamúffur í morgun og á meðan Finnur og Anna spiluðu “Sequence fyrir krakka” þá skellti ég í súkkulaðiköku. Set inn uppskriftir dagsins að neðan. Merkilegt nokk þá tókst Önnu að sofna eftir hádegismatinn og lúrði í klst. Vaknaði einmitt tímanlega til að fá afmæliskveðju frá ömmu Ásdísi. Síðan opnaði Anna sinn fyrsta afmælispakka, en það var spil sem hún spilaði við Finn á meðan ég gerði heiðarlega tilraun til að búa til krem fyrir kökuna.
Um fjögurleytið settumst við niður við borðið, sungum og Anna blés á kertin sín fjögur. Eins og við mátti búast þá borðaði hún lítið sem ekkert af múffum og köku heldur hafði miklu meiri áhuga á að opna gjafir. Við snérum okkur því að gjafaopnun enda beið hennar álíka hrúga og hún hafði fengið kvöldið áður.
Í miðju gjafakafinu vildi svo skemmtilega til að amma og afi í Mosó slógu á þráðinn í gegnum tölvuna enda þá nýkomin úr jólaboði hjá Ingu (klukkan rúmlega eitt að nóttu til á Íslandi – það er nú aldeilis!). Við vorum því með beina útsendingu úr stofunni til Íslands í stutta stund. Í kvöldmat eldaði Finnur svo humarhala sem voru ljúffengir.
Sem fyrr þökkum við öllum kærlega fyrir góðar gjafir!
Anna blæs á kertin fjögur.
Með bláberjamúffuna sína.
Pakkaflóð!
Feðginin.
Hoppandi kát!
INGREDIENTS
* 1 1/2 cups all-purpose flour
* 3/4 cup white sugar
* 1/2 teaspoon salt
* 2 teaspoons baking powder
* 1/3 cup vegetable oil
* 1 egg
* 1/3 cup milk
* 1 cup fresh blueberries
* 1/2 cup white sugar
* 1/3 cup all-purpose flour
* 1/4 cup butter, cubed
* 1 1/2 teaspoons ground cinnamon
DIRECTIONS
1. Preheat oven to 400 degrees F (200 degrees C). Grease muffin cups or line with muffin liners.
2. Combine 1 1/2 cups flour, 3/4 cup sugar, salt and baking powder. Place vegetable oil into a 1 cup measuring cup; add the egg and enough milk to fill the cup. Mix this with flour mixture. Fold in blueberries. Fill muffin cups right to the top, and sprinkle with crumb topping mixture.
3. To Make Crumb Topping: Mix together 1/2 cup sugar, 1/3 cup flour, 1/4 cup butter, and 1 1/2 teaspoons cinnamon. Mix with fork, and sprinkle over muffins before baking.
4. Bake for 20 to 25 minutes in the preheated oven, or until done.
Easy Chocolate Cake
(Scandinavian) – Yield: 12 servings
Ingredients
1.25 cup (170 g) all-purpose flour
2 tablespoons unsweetened cocoa powder (dutched/dark)
2 teaspoons baking powder
1 cup (200 g) sugar
1 tablespoon vanilla essence
0.5 cup (1.2 dl) milk or water
0.5 cup (1.2 dl) vegetable oil (flavorless)
2 eggs
Ingredients for frosting
2/3 cup (1.6 dl) heavy cream or whipping cream
9 oz (260 g) semisweet chocolate (40-50% cocoa)
(Í alvörunni þá þótti þetta heldur biturt krem, svo ég sullaði út í það smá hvítu súkkulaði, meiri rjóma og slatta af flórsykri. Nennti svo ekki að bíða eftir að kremið harnaði og helti því bara volgu yfir kökuna. Ef ég bý þetta til aftur þá þarf að gera kökuna með góðum fyrirvara!)
Method
1. Preheat oven to 350 deg F (Gas mark 4 or 180 deg C)
2. Grease a 9 inch (23 cm) cake tin.
3. Mix flour, cocoa powder, baking powder, sugar and vanilla essence in a bowl.
4. Add milk/water, vegetable oil and eggs.
5. Mix everything together until smooth, either by hand or by using an electric mixer at slow speed.
6. Transfer to bake tin and bake at 350 degrees until a wooden pick inserted in center comes out clean, approximately 35 to 45 minutes.
7. After the cake has cooled, slice the cake through the middle to make two layers (easier if the cake has been in the fridge).
(Bakaði í tveimur 22cm þvermáls hringlaga formum. Þetta var ekki nógu mikið deig í svo stóra botna því að kökurnar urðu mjög þunnar út á endunum og brunnu smá.)
Frosting
1. Heat 2/3 cup (1.6 dl) of heavy cream or whipping cream in a sauce pan.
2. Remove from heat, add 9 oz (260 g) of finely chopped dark semisweet chocolate, stir until smooth, and let it cool until in thickens, if needed in the fridge.
3. Use one 1/3 of the frosting between the two layers, 1/3 on top, and the rest around the cake. Put the cake into the fridge for one hour or more to harden the frosting.
4. This cake should have room temperature when served.