Samtöl við fjögurra ára barn
Samtöl við fjögurra ára börn eru svo skondin….
Anna heldur höndinni upp við efri rönd mjólkurfernunnar…
Anna: “Pabbi, einu sinni var mjólkin alveg hérna upp”
Anna: “Svo bara minnaði hún og minnaði” (og færir höndina niður eftir fernunni)
Svo vorum við í þvottahúsinu um daginn…
Anna: “Pabbi, er þetta þurrkari?” (bendir á þvottavél)
Finnur: “Nei, þurrkarinn er þarna” (bendir á þurrkara)
Anna: (bendir ennþá á þvottavélina) “Er þetta þá… blautari?” 🙂
Og í kvöld þá lýsti hún stolti sínu:
“Pabbi, ég borðaði brokkolí! Fyrir þig!! Má ég knúsa þig?!”
Svo fékk ég stórt knús og rembingskoss á kinnina. 🙂 Ekki það að það sé erfitt að fá hana til að borða brokkolí – hún var bara að leita sér að ástæðu til að knúsa. 🙂
Hún er nefnilega á “knúsiskeiðinu”; knúsar alla fjölskyldumeðlimi reglulega og kyssir í bak og fyrir. Bjarki fær koss á kollinn í hvert skipti sem hún athugar ástandið á honum, sem hún hefur tekið að sér og sinnir því hlutverki á tveggja mínútna fresti hvort sem hann er vakandi eða sofandi. 🙂