Þriðji í hafragraut
2008-01-24Uncategorized Standard
Bjarki var að fá sinn þriðja hafragrautsskammt á jafn mörgum dögum, og ég er ekki frá því að rúmlega helmingur hafi í raun farið niður í maga. 🙂 Kvefið er enn til staðar en hingað til hefur saltvatnið dugað til að hreinsa nefið á honum og því háir það honum ekki mikið. Einstaka sinnum koma blautir hóstar en yfirleitt ekkert meira en það. Mest lítið að frétta annars fyrir utan að það gengur á með skúrum úti.
Bjarki Freyr með hafragraut út á kinnar.
Hendurnar eru í miklu uppáhaldi þessa dagana.
Þær eru svo gómsætar!
Hmmm, hvað var þetta?
Næstum 7 mánaða – eða 4ra mánaða.
Búinn að þurrka matinn af sér með ermunum.
Í bláa stólnum.