Allir upp úr lauginni!
Það er spáð “stormi” í kvöld og nótt með mikilli rigningu. Það kom því ekki á óvart að það var skýjað í hádeginu í dag en við létum það ekki á okkur fá og fórum með Önnu á sundnámskeiðið að vanda. Rétt áður en tíminn hennar var búinn þá sér einn kennarinn eldingu í fjarska og þá var öllum skipað upp úr lauginni. Ekki nóg með það heldur fór sírena í gang!
Hendurnar á Önnu fóru því yfir eyrun, og ég náði þeim ekki niður aftur fyrr en hún var búin í sturtu, komin í fötin, búin að keyra yfir í matvörubúðina og komnar inn í matvörubúðina. Jamm, sú stutta er afskaplega hrædd við þrumur og eldingar – og þá sérstaklega þrumulætin.
Eftir búðarferðin hafði hins vegar ekkert bólað á fleiri þrumum og því ákvað hún að kennarinn hefði haft rangt fyrir sér – það voru engar þrumur og eldingar á leið til okkar. Nú er bara að vona að “stormur” kvöldins verði hljóðlátur!