Framkvæmdagleði
Ég veit reyndar ekki alveg af hverju ég sá ekki um að framlengja slöngurnar, heldur setti þetta á karlmannlegan verkalista Finns. Líklega vegna þess að ég hefði sett upp einhverja skítalausn einhverja helgina, því að ég er forfallin skítalausna-manneskja. Ég er svona verkfræðingur sem fær hlutina til að virka, en ekki endilega með flottustu eða skynsamlegustu lausninni nema með nokkrum ítrunar-atrennum. 🙂
Hvað um það… Síðan fórum við í Ikea og keyptum borð og litla hillu. Þau setti ég saman yfir Óskarnum í kvöld og var það hin fínasta iðjuþjálfun (“occupational therapy”). Það tók reyndar heilmikinn tíma að klambra saman borðinu, og mikið var ég fegin að við eigum borvél! 🙂 Borðið er komið í hornið hjá litla sófanum (þar sem hvíti stólinn var í gömlu íbúðinni) og fúnkerar sem framlenging á stofuborðinu sem hefur verið að drukkna í drasli undanfarin ár. Hillan er ekki alveg búin að finna sér stað ennþá en við finnum út úr því! 🙂