Ekki gera eins og pabbi þinn segir, Jens!
Ég rauk upp og með skelfingarsvip hrópaði ég örugglega eitthvað álíka vitsmunalegt og hellisbúi í þeirri von um að hún liti upp til að gefa mér tíma til hlaupa til hennar og fjarlægja fjöltengið úr höndunum á henni. Prjónarnir voru sem betur fer úr plasti en það kom ekki í veg fyrir að við ættum saman alvarlegt samtal um hversu hættulegt þetta gæti verið.
Eftir að hafa náð að jafna mig fór ég að hugsa um það sem hún hafði sagt og þá rann upp fyrir mér ljós að það eru þrjú stig banns í hennar huga en ekki bara eitt:
Lægsta stig er það sem kalla má “gjörðu svo vel” stigið. Það er allavega oft það eina sem virðist síast inn þegar hún heyrir “nei”. Ekki kannski skrýtið þegar litið er til þess hversu “nei” og “má ekki” er ofnotað í barnauppeldinu (sérstaklega ef eftirfylgnina vantar).
Miðstig er það sem kalla má “bannað á meðan mamma og pabbi eru að fylgjast með”. Það þarf ekki nema að líta undan og þá er eins og foreldrarnir séu búnir að gefa leyfi.
Efsta stigið, eða “það sem raunverulega má alls ekki” (eins og til dæmis að stinga prjónum inn í innstungur) er svo eins og hún orðaði það sjálf: “rosalega rosalega rosalega bannað”. 🙂
Kannski ég ætti að prísa mig sæla að þetta sé ekki verra. Til dæmis er lægsta stigið eina stigið sem móðir hennar þekkir… 😉