Setið
Finnur stakk af með kerrubotninn í skottinu í morgun og þá var lítið annað að gera en að grafa joggings-kerruna út úr geymslunni. Bjarki virðist vera orðinn nógu sterkur til að sitja í henni núna og mér sýndist hann una sér vel í henni í gær. Ég prófaði meiri að segja að “jogga” eilítið þegar við fórum fram hjá frjálsíþróttavellinum, enda varla annað hægt með alla þessa íþróttagarpa í tipp-topp standi þar!
Í kvöld vorum við Anna svo að prófa að láta Bjarka sitja einan (á meðan Finnur var úti í þvottahúsi) og hann er farinn að geta rétt sig upp ef hann hallar of langt fram eða aftur. Hann er samt vel valtur, en þetta er allt að koma. Gott ef hann sat ekki óstuddur í 10 sek í gær. Og þá þurfti nú að grípa myndavélina. 🙂
Í stóru joggings-kerrunni.
Systkinin.
Ekki segja Finni að ég hafi hleypt (og reyndar skipað) Önnu upp á eldhúsborð með
skítugar tærnar! Hún átti að vera að borða eplin sín, en svo var Bjarki svo dulegur að sitja
að ég bara varð að fá af þeim mynd. Kannski hefði verið skynsamlegra að færa hann niður
á gólf, en birtan var svo miklu verri þar… 🙂