Gullkorn dagsins
Ég eldaði lax í kvöldmatinn fyrir stelpurnar og þær átu hann með bestu lyst. Hrefna fór snemma upp að svæfa Bjarka og á meðan sagði Anna við mig :
Anna: “Sjáðu, pabbi, sjáðu hvað ég er dugleg að setja kjúkling á gaffalinn minn.” (ég lít á hana og sé að hún er að dunda við að troða laxabita með fingrunum á endann á gaffalinn sinn)
Ég: “Þetta er ekki kjúklingur, þetta er lax”, segi ég og ákveð að horfa fram hjá því að hún sé að nota guðsgafflana en ekki matarstellið, svona til að slá ekki á matarlystina hjá henni sem var mjög góð þetta kvöldið). 🙂
Anna: (ákveðin en svolítið annars hugar) “Nei, þetta er kjúkling.” (heldur áfram fingraleikfiminni)
Ég: “Nei, elskan mín.”
Anna: (lítur á mig) “Lax er fisk. Veistu hvar ég læraði það? Í ballet class.” (hún kinkar kolli til mín til merkis um það að hún viti nú alveg hvað hún er að segja, en snýr sér svo aftur að því að troða laxinum upp á gaffalinn og segir: “Það er alveg satt… rosalega satt”.
🙂