Bjarki situr
2008-03-11Uncategorized Standard
Ég held að Bjarki teljist núna kunna að “sitja”. Hann er reyndar eilítið valtur, en ég skildi hann eftir áðan (umkringdan púðum reyndar) og hann sat í örugglega fimm mínútur og lék sér að dótinu sínu. Hann er sem sagt búinn að læra að færa þungann til þannig að hann lekur ekki bara beint niður. Það getur reyndar verið að bakpúðinn hafi hjálpað eilítið, því að ég sá hann endrum og eins næstum detta aftur á bak (fæturnar lyftast upp af gólfinu) en þá kippti hann sér fram og rétti sig af. Duuuglegur drengur! 🙂
Umkringdur púðum á leikmottubrúninni.
Maður þarf bara að passa að hafa dótið nokkurn veginn beint fyrir framan hann,
því hann er ekki alveg nógu góður að halda jafnvægi ef hann þarf að snúa upp á sig.
En það kemur… 🙂