Ný linsa!
Finnur gaf mér nýja linsu í afmælisgjöf, og hún kom með póstinum í dag. Í tilefni af því þá tók ég fullt af myndum af Bjarka á bláa flísteppinu, svo fór ég í göngutúr með linsuna og endaði svo á leikskólanum hennar Önnu. Linsan sem um ræðir er aðeins betri 50 mm linsa en sú sem við eigum. Helst munar á því að hún er miklu fljótari að fókusa en gamla linsan (og hljóðlátari) og svo er hún örlítið ljósnæmari. Ég ætla samt að halda áfram að mæla með gömlu linsunni við þá sem eru að kaupa sér sína fyrstu stóru SLR Canon vél, því sú linsa er stórkostlega góð miðað við verð. Hér koma nokkrar myndir:
Kátur á gólfinu.
Kostulegur svipur.
Það var ekki nokkur leið að ná höndunum út úr munninum á honum. Hér koma tennur!
Sólin kom fram undan skýi og lýsti upp stofuna.
Klikkuðustu fræ ever! Þau falla af ákveðinni trjátegund í hundraðatali, eru á stærð við
lítinn tómat og grjóthörð í þokkabót. Þau stoppa kerrur og hjól á lítill ferð. Urg!
Anna á leikskólanum.
Við á leiðinni heim og hún búin að týna eitt blóm.
Blómið passar við bolinn hennar! 🙂
Í öðrum fréttum er það helst að ég var að fá grænt ljós á mína fyrstu grein. Nú þarf ég að lesa hana yfir og lagfæra aðeins (lífið snýst um endalausa fínpússun) og sjá hvort ég geti fengið gamla proffann til að samþykkja hana eins og er (eða “verður”, í næstu viku vonandi). Hann var nefnilega fjarri góðu gamni þegar við vorum að reka smiðshöggið á hana um miðjan nóvember á síðasta ári, en hann þjáist af almennri ofur-fullkomnunaráráttu og því veit ég ekki alveg hvernig þetta mun fara.
Annars verð ég að viðurkenna að mér finnst það heldur klént að vera búin að vera allan þennan tíma í skóla og að ég sé fyrst núna að ýta út minni fyrstu grein. Svona eftir á að hyggja þá er það líklega að miklu leyti tengt því hvernig leiðbeinendur ég valdi mér – svona “hands-off” menn allir saman. Það er svo sem ágætt þegar maður tekur upp á því að eignast börn í miðri skólagöngu, en kannski verra þegar kemur að því að pota út greinum. Bleh! En hvað með það, seint er betra en aldrei…