Skurkur í dagslok!
Þetta var rólegheita-dagur. Í morgun fann ég tönn númer þrjú hjá Bjarka – í þetta sinn tönn við hliðina á óuppkominni framtönn í efri gómi vinstra megin. Þrátt fyrir tannvesenið tókst honum að leggaja sig í morgun og mér tókst að leggja mig um leið sem bætti örlítið upp fyrir andvökurugl næturinnar. Eftir hádegið náði ég meiri að segja að vinna svolítið. Helst blótaði ég fræðaritum í sand ösku fyrir að vilja rukka fyrir aðgang að greinunum sínum, en svo plottaði ég líka plott.
Aðal stolt dagsins var samt afpökkunartörnin núna í kvöld, en þá drusluðum við síðustu kössunum sem skipta máli út úr bílskúrnum og inn í hús og tæmdum þá flesta. Síðan raðaði ég öllum tómu kössunum upp við vegg svo að nú er amk þverfótað inni í bílskúr, þó svo að hann sé fjarri því að vera tómur.
Svo náði ég líka í myndirnar af litlu vélinni og að neðan má sjá mynd af eldhúsinu okkar.