Myndir!
Ég tók mig til í gær og setti inn nokkrar myndir. Við erum núna orðin um það bil hálfu ári eftir á með myndirnar, sem er nú kannski í það allra mesta. Á móti kemur að það er gaman að skoða myndirnar frá fyrstu mánuðum Bjarka nú þegar hann er orðinn aðeins stærri. Þeir sem skoða myndirnar sjá samt kannski af hverju ég hef ekkert verið að flýta mér að setja þær upp – þetta eru svo til ekkert nema myndir af krökkunum – sem verður fljótt þreytandi til lengdar!
Jú, því verður ekki neitað að ég fór svo gott sem ekki út úr húsi frá október fram í febrúar. Ég kíkti snöggvast yfir myndirnar frá því tímabili, og ef frá eru tekin pikknikk, jólin, afmælið hennar Önnu, strandferð og boð, þá eru þetta ekkert nema endalausar seríur af Bjarka og Önnu teknar í stofunni heima!!!
En, nú þegar lífið er loksins farið að verða “eðlilegt”, þá kannski að ég setji bara undir mig höfuðið og ráðist á hrúguna og reyni að koma henni frá svo að maður geti aftur farið að njóta nútímans… 🙂