Enn ein veikindin
Bjarki ældi vel og vandlega um miðnætti í gær og hefði líklega ælt upp úr sér sjálfum maganum ef hann hefði getað. Um tvöleytið byrjaði ég að gefa honum sopa af brjóstamjólk (ó, já, við eigum ennþá til frosna mjólk frá því í fyrra) og svo vaknaði hann á 30-60 mín fresti alla nóttina til að liggja á spenanum. Sem betur fer ældi hann ekkert meira, en var dálítið heitur alla nóttina.
Í dag hefur hann verið eílítið orkulaus en annars greinilega allur á batavegi. Ekki fer hann nú samt í leikskólann, og því erum við bara hérna heima mæðginin. Ég er að vona að þetta hafi bara verið eitthvað matartengt, en í gær var einn krakkinn sendur heim af leikskólanum eftir að hafa ælt, svo þetta gæti verið enn einn vírusinn. #andvarp#!!
Það er líklega mest frústerandi samt að ég ætlaði að nota eftirmiðdaginn í að hitta leiðbeinendurna mína á kampus, en það verður ekkert úr því. Jafnvel þó að Finnur myndi koma heim og passa, þá er ég nægilega svefnlaus til halda ekki andlegu vatni. Leiðbeinendurnir verða því bara að bíða þar til í næstu viku.