Búin!
2008-11-07Uncategorized Standard
Jæja, þar með er það yfirstaðið. Fyrirlesturinn gekk ágætlega (ég fór hvorki að gráta né hljóp út) og spurningatíminn á eftir gekk allt í lagi líka. Þeir pikkuðu í veikasta hlutann í verkinu sem ég viðurkenni fúslega að þarfnist aðhlynningar. Annars voru þeir allir afskaplega vingjarnlegir enda allir sammála um að ég þurfi nú að fara að útskrifast… Það er svona þegar maður er orðinn ellihrumur doktorsnemi, þá er manni hálft í hvoru sparkað út… 🙂 🙂
En sum sé, það lifðu þetta allir af, og nú get ég slakað aðeins á. Næsta verkefni er að SKRIFA sjálfa ritgerðina sem á eftir að taka marga mánuði. Fjör! 🙂 Takk enn og aftur fyrir allar góðu kveðjurnar! 🙂