Árið 2008 – stiklað á stóru
Ég sit hér í stofunni hjá Gunnhildi og Jóni rétt fyrir hádegi og er að bíða eftir að Bjarki hætti að hjala inni í rúmi og sofni, svo ég geti farið að lúra líka. Það eru allir aðrir sofandi (jæja, þar vaknaði Anna), enda komum við ekki heim fyrr en tæplega þrjú í nótt. Partýið var skemmtilegt, við horfðum m.a. á skaupið á stóru tjaldi, en einhverra hluta vegna var 4ra sekúndu seinkun á talinu sem gerði upplifunina eilítið súrrealíska.
Við tókum með ferðarúmið hans Bjarka og hann dvaldi rólegur (mögulega sofandi) inni í einu herberginu þar til miðnæturlætin vöktu hann endanlega. Eftir að hafa horft mjög undrandi í kringum sig í lengri tíma, þá dillaði hann sér kátur við tónlistina í tæpa tvo tíma. Anna Sólrún lék sér við hina krakkana í veislunni og stóð sig mjög vel.
Ég ætlaði að taka saman árið sem leið en nú er friðurinn úti, svo það verður að bíða…