Á misjöfnu þrífast Rússarnir best
2009-02-23Uncategorized Standard
Ég er að vinna með ansi skemmtilegum rússa. Ég hitti á hann við vatnskælinn þar sem hann var að hella sér vatn í krús með rauðlituðum vökva í. Hann útskýrði fyrir mér að hann væri að blanda vatni út í ávaxtasafa.
“Já, ertu með svona þykkni?” spurði ég.
“Nei”, svaraði hann og kímdi, “ég er bara eftir dvölina í Rússlandi ekki vanur svona ávaxtasafa af fullum styrkleika. Það var allt þynnt með vatni.”
“Nú?” sagði ég.
“Já, og líka þegar ég kom hingað til Bandaríkjanna fyrst kom mér mikið á óvart að bananar sem maður kaupir í matvörubúðum væru hvítir að innan. Ég hélt alltaf að þeir væru brúnir eins og þeir eru seldir í Rússlandi.”
🙂