Sanborn og matur
Þetta ætlar að verða pökkuð helgi. Í dag fórum við Anna í hádeginu upp til Sanborn County Park (tæp hálftíma keyrsla) til að eyða tíma úti í náttúrunni með Matt og Deirdre sem voru með tjaldstæði þar yfir nótt. Við höfðum mælt okkur saman um að hittast í hádeginu, en morgungöngutúr þeirra tók miklu lengur en þau höfðu áætlað, og við Anna dunduðum okkur því bara saman tvær einar í tvo klukkutíma. Það var voða kósí, við söfnuðum saman spreki og öðru og bjuggum til “hús” í rólegheitunum. Þegar þau mættu loks þá tók við sykurpúða-grillun og almennt át áður en við hjálpuðum þeim að pakka saman og við héldum öll í bæinn.
Við stoppuðum rétt nógu lengi heima til að ná í Finn og Bjarka, og héldum síðan til Augusto og Söruh í kvöldmat. Mamma Augustu er hjá þeim þessa dagana og okkur fannst því tilvalið að hitta hana, enda rúm tvö ár síðan hún sá Önnu síðast. Við borðuðum yfir okkur og lágum um stund í lazy-boy sófunum þeirra áður en svefngalsinn í börnunum rak okkur heim.