Listi
Það rann upp fyrir mér í dag að ég er að koðna undan stressi og áhyggjum yfir… ja, það var nefnilega spurningin! Tók mig því til núna áðan og skrifaði niður það sem þarf að gerast í sumar og held að ég hafi tekið þá ákvörðun í leiðinni að hætta að stressa mig á að klára í september, og stefna í staðinn á desember. Ég er svo hægskrifandi að það hálfa væri nóg, og skrif-andinn vandfundinn á stress-og þreytustundum.
Samt sparka ég í sjálfa mig því að, for fanden have det, það er ekki eins og ég sé með neitt á könnunni eftir hádegi nema þessa ritgerð. Í staðinn fyrir að vinna hins vegar hörðum höndum geri ég allt hvað ég get til að þurfa ekki að vinna strax, nema endrum og eins þegar ég er fæ (skrif)”andann” yfir mig og út koma setningar. Ég því í geðklofa í áhyggju-og stress volæði, og svo yfir mig hneyksluð á eigin áhyggju-og stress volæði!
En núna er listinn sem sagt kominn úr hausnum og yfir á tölvu, og þá er væntanlega orðið laust pláss í kollinum til að safna saman og skipuleggja efniviðinn í síðasta “kjöt”-kaflann. Þegar honum er lokið þá er eftir fyrsti kafli og síðast kafli (inngangur og útgangur) svo og viðbótarefni sem verður líklega í þremur bitum, en bara einn þeirra með smá kjöti. Það er ennþá fræðilegur möguleiki að klára þetta fyrir 18. september, en ég er ekki viss um að það sé þess virði. Og hananú!