Tvær vikur í flutningsmenn
[Movers come in 2 weeks time. I’m panicking. Oh, and writing a paper. Oh, and …]
Á morgun verða 2 vikur sléttar í að herdeild af flutningamönnum ráðist inn til okkar og flytji innvolsið inn í gám. Ég er nett stressuð, enda eftir að pakka heilmiklu ennþá. Við erum búin að fylla 14 kassa, aðallega með bókum og leikjum og pappírsmöppum, og það er slatti eftir af svoleiðis ennþá áður en við þurfum að ráðast á “ekki-ferhyrnda” hluti, eins og leikföng sem verður erfitt að pakka. Fjör og gaman. Best er samt að við erum aðeins að ná að henda hlutum og losa okkur við drasl sem er helsta ástæðan fyrir því að ég vildi pakka sjálf.
En það er ekki nóg að vera að pakka. Ég frétti af því í síðustu viku að það ætti að gefa úr “sérhæft” fræðitímarit (‘special issue’) á næsta ári um radar-rannsóknir á/í sólarkerfinu sem er, hvað skal segja, beint upp mína göngugötu, og ég fékk undanþágu til að skila inn grein í lok júní (upphaflegi skilafresturinn fyrir greinar var víst í mars þá liðnum). Ég sit sem sagt núna og er að kopí-peista málsgreinar úr 160 blaðsíðna doktorsritgerð í þeirri veiku von að ég geti hnoðað þær saman í skiljanlega heild á nokkrum vikum. Fjör og gaman. Og þetta er það sem ég ætla að vinna við? Kreisí!
Og já, ég þarf að finna mér hvað ég ætla að “rannsaka” í haust. Enginn meiri sólarkerfis-radar fyrir mig vona ég, komin með nóg af því basli. Ætli það sé ekki seinni tíma hausverkur?…
COMMENTS