BBQ Svínarif
2010-01-01Uppskriftir Standard
Umsögn
Þessi réttur er mjög einfaldur í framleiðslu og mjög lítil þrif eftir matseldina. Gallinn er bara að uppskriftin miðast við suðu í hægsuðupotti í 3,5 til 6 klukkustundir. 🙂
Innihald
2 kg svínarif (country ribs) á beini (eða beinlaus)
1 lítill laukur fínt saxaður (1/2 bolli)
1/2 bolli tómatsósa
1/2 bolli “cider” edik (nota venjulega minna)
1/4 bolli púðursykur
1 msk salt
1 msk Worcestershire sósa
1 tsk malað chipotle chili powder (sleppi þessu venjulega)
1 tsk þurrkað oregano
(hendi venjulega einum-tveimur litlum tómötum ofan í)
Aðferð
Blandið öllu saman í hægsuðupottinn og hrærið rifjunum út í. Eldað á lágum hita í 6 klst eða á háum hita í 3,5 klst. Gott er að taka rifin úr pottinum og setja á broil í ofni þangað til rifin brúnast. Ég er venjulega of latur og ber þetta fram beint úr pottinum eftir suðu.
Borið fram með góðu salati og hrísgrjónum, pasta eða jafnvel kartöflum.
Tilvísun
Uppskrift frá Phoenix mömmu vinkonu Önnu sem við kynntumst í gegnum Stanford leikskólann.