Rautt kjúklingapasta
2010-01-01Uppskriftir Standard
Umsögn
Einn af hversdags réttunum á þessu heimili – sá réttur sem Hrefna býr hvað oftast til þessa dagana, einfaldur og góður réttur.
Innihald
2 heil kjúklingalæri (og kannski 1-2 kjúklinga drumstick líka ef vill)
1 rauð paprika
2 gulrætur
1 laukur
1 stór dós af “crushed” tómötum
kjúklingasoð (má nota vatn í staðinn, en verður ekki jafn bragðgott) 🙂
krydd: Oregano og/eða Basil og/eða Parsley og/eða Thyme og/eða Dill
rifinn ost (t.d. parmesan)
ca 250gr. pasta
Aðferð
Þýða kjúklingalæri (ath: þarf ekki að vera þiðið í gegn), 2 duga fyrir okkur, kannski bæta við 1-2 kjúklingaleggi (“drumsticks”) ef vill.
Steikja lauk í olíu, bæta við gulrótum, og að lokum papríku í stórum súpupotti. Á meðan grænmetið steikist, skella kjúklingalöppunum á olíborna svörtu pönnuna og steikja þær aðeins (loka húðinni þar sem þú getur)
Á meðan kjúklingarnir steikjast, bæta við (í súpupottinn) heilli stórri dós af crushed tomatoes og svo 1-2 litlum fernum af kjúklingasoði. Það þarf nógu mikinn vökva til að fljóta yfir kjötið. Bæta við kryddi (möguleg krydd: Oregano, Basil, Parsley, Thyme, Dill – eftir smekk).
Ná upp suðu í súpupottinum og setja kjúklingana á kaf í sósuna. Hafa hitann á 4 (af 10) ca. (20 mín í) og pottinn OPINN svo soðið nái að gufa upp og sjóða í 20-30 mín.
Setja upp pastað í öðrum potti.
Taka kjúlinginn upp úr soðinu og skera kjötið af beinunum (kjúklingurinn er líklega ekki soðinn í gegn – mögulega ennþá svoldið blóðugt ef bara 20 mín suða, en það er allt í lagi því það fer aftur í soðið eftir að búið er að skera kjötið niður).
Þegar allt kjötið er kominn aftur í pottinn, hella slatta af rifnum osti/parmesan í pottinn og hræra. Þetta þykkir sósuna.
Blanda saman pasta og sósu í stóra skál. Bera fram með salati.
Tilvísun
Lauslega byggt á (en nokkuð mikið breytt) uppskrift úr bók eftir Art Smith.