Föstudagur 19. október
Vefsíðuflutningarnir miklu
Ekkert mikið gerðist svo sem… var búin með heimadæmin daginn áður (sem er afar óvenjulegt) þannig að dagurinn fór í að færa vefsíðuna mína af Stanford heimasvæðinu yfir á tölvuna mína í skólanum. Heimasíðan mín er sem sagt núna á http://radio-blonde.stanford.edu og dagbókin er komin undir http://radio-blonde.stanford.edu/dagbok. Gamlir linkar eiga samt að duga á gömlu síðuna… vona ég! Þetta voru nauðsynlegir flutningar því ég var komin 10MB yfir minn 50MB kvóta hjá Stanford og því ljóst að þetta myndi ekki ganga mikið lengur. Ég setti því upp Apache vefþjón upp á vélinni minni og ég verð bara að segja að það gekk alveg ótrúlega vel!! Vei fyrir Apache!! 🙂
Saumó hjá Berglindi
Hún Berglind hélt saumaklúbb um kvöldið sem var algjört “hit”… Frábær matur að venju og mikið spjallað og spekúlerað. Mest kom mér þó á óvart hvað ég var glöð að hitta fólk sem ég þurfti ekki að tyggja nafnið mitt ofan í … Venjulega gengur þetta svona:
Ég: “Hi! My name is Hrefna”…
Úgglendingur: “Krebbna?”…
Ég: “No,… Rebbna”…
Úgglendingur: “Shrebbna?”…
Ég: “uhh.. whatever.. Just call me Blondie!”
En sem sagt – í klúbbinn komu þjár nýjar Au-pair og svo vinkona Kristínar Frigeirsdóttur þannig að það var nóg af fólki! 🙂
Takk fyrir klúbbinn Berglind! 🙂