Mánudagur 22. október
“You put the lime in the coconut”…
Hann Prof. Anthony Fraser-Smith á það til að koma með alls konar góðgæti til okkar Kerriar (því við erum í svo miklu uppáhaldi hjá honum) og þegar ég kom úr rafsegulfræðitíma í dag hafði hann skilið kókóshnetu eftir á borðinu hennar Kerriar. Kerri stóð upp og sýndi mér kókóshnetuna og benti mér sérstaklega á “augun” þar sem maður á að bora til að ná safanum úr henni. Hún rétti mér þvínæst kókóshnetuna og ég grítti henni samstundis í gólfið á skrifstofunni okkar. Ekki spyrja mig af hverju…
Örstuttu síðar hafði myndast sæmilega stór pollur umhverfis kókóshnetuna enda hafði hún ekki staðist áreksturinn við gólfið. Hvað um það… við gripum bolla og helltum restinni af safanum sem var ennþá inni í hnetunni í hann. Síðan greip ég svitastorkinn hjólastuttermabol sem ég hafði gleymt að fara með heim og þurrkaði upp það sem ég gat af teppinu. Við átum síðan kókóshnetukjöt í hádegismat og það var bara alveg ágætt. 🙂