Föstudagur 26. október
Föstudagur til frís
Á föstudögum á ég að mæta í einn tíma og skila tveimur heimadæmum (af þremur). Í dag var var fyrirlesturinn “pre-taped” þ.e. hann hafði verið tekinn upp miðvikudaginn áður þar sem proffinn þurfti að fara í ferðalag. Þar sem ég veit af slæmri reynslu að hátalarakerfið í stofunni ræður illa við talsmáta kennarans (með tilheyrandi skruðningum) ákvað ég að skópa í tímann og klára frekar heimadæmin í honum í staðinn. Ætli ég horfi ekki á fyrirlesturinn á netinu um helgina einhvern tímann…
Svo lá leið mín í stærð- og tölvunarfræðibókasafn Stanford til að ljósrita greinar fyrir yfirmann Finns – enda gerir maður allt fyrir yfirmenn eiginmannsins – ekki satt?! 🙂 Ja, eða innan einhverra marka a.m.k… Hvað um það. Á þessu sæmilega stóra bókasafni þurfti ég að díla við tvö mismunandi röðunarkerfi til að finna það sem ég var að leita að – merkilegt hvað Bandaríkjamenn þurfa alltaf að gera lífið flókið!! 😉 En þetta hófst og nú á ég hönk upp í bakið á yfirmanni Finns! hehe…
CoHo (bjór á kaffihúsinu á kampus) var stutt í dag enda kom Finnur brunandi úr vinnunni til að sækja mig því við ætluðum að hitta Gísla og Bobby og borða með þeim pizzu á stað sem lokar klukkan átta á kvöldin(!!). Í ljós kom að um var að ræða stað sem þjónar aðallega vinnustöðum í nágrenninu en það verður að viðurkennast að pizzan var alveg eðal! Minnti á eðaleldamennsku Hólmfríðar sem við söknum sárlega!! Svo ætluðum við í bíó en misstum af öllum myndunum (fyrir utan það að það er EKKERT í bíó – ég bíð spennt eftir Monsters Inc., Harry Potter og FOTR! 🙂 Því næst reyndum við að leigja DVD mynd – en í staðinn enduðum við heima hjá Gísla og Bobby þar sem við vígðum nýja enska Scabblið þeirra með því að spila ísl/enskt skrabbl með góðum árangri! Bobby er nefnilega að læra íslensku þannig að þetta var svona hálf kennslustund.
Og nú er kominn háttatími… góða nótt everybody!!