Fimmtudagur 22. nóvember
Komin!
Við vorum komin á leiðarenda klukkan 21:20 í gærkveldi eftir að hafa verið átta og hálfan tíma á leiðinni – í staðinn fyrir sex klukkutíma sem er venjan… En sem sagt, við dveljum núna í góðu yfirlæti hjá Gunnhildi og Co. (komum til með að borða kalkún á eftir eins og tilheyrir á “thanksgiving”) og pabbi og Anthony eru hérna líka. Veit ekki hvað við gerum í dag fyrir utan ofát – en okkur leggst örugglega eitthvað til. Mér heyrist að Finnur sé búinn að fá langan lista af verkefnum fyrir tölvurnar hérna… hehe…
Ofát
Kalkúnninn og meðlæti var HIMNESKUR! Langt síðan við höfum fengið svona góðan mat!! Takk fyrir það Gunnhildur! 🙂 Fleira í fréttum var að ég eyddi bróðurpartinum af deginum í að horfa á FX stöðina sem var með Buffy marathon með öllum bestum þáttunum (ástir og áföll Buffy og Angel). Sleeeef… Á morgun verð ég meira “social”… ég lofa!! 🙂 Og spáin mín reyndist rétt… Finnur var að tölvast í allan dag! Ég held að hann hafi komið tveimur tölvum á lappir aftur og núna er bara ein eftir.