Laugardagur 24. nóvember
Haugarigning, bloggfólk og pönnsur
Upp úr klukkan 11 í morgun var komin smá úðarigning og við ákváðum að skella okkur í heimsókn til Völu og Ólivers í Pasadena (40 mínútna akstur frá Encino). Á leiðinni þangað fór að rigna meira og þegar við vorum komin á leiðarenda var komin hauga-“en-samt-lóðrétt”-rigning. Hjá V&Ó hittum við líka hana Árdísi og var þar með komið okkar fyrsta blogg-partý! 🙂 Óliver steikti egg og beikon handa liðinu og Árdís kom með nýbakað brauð úr brauðvélinni sinni (við þurfum að fara að eignast svoleiðis!). Með matnum voru svo ostar og annað fínerí! Takk fyrir okkur kærlega! 🙂 Líst vel á fleiri svona blogg-partý!
Rúmlega þrjú héldum við heim á leið og þar voru systkinin Gunnar og Gunnhildur önnum kafin við pönnukökubakstur. Eitthvað voru nú pönnurnar að stríða þeim því ég var fljótlega sett í reykstjórnun (reykskynjarinn var í vondu skapi) en þegar þau höfðu lokið sér af þá voru eftir þessar dýrindis íslenskar pönnsur!! Meira nammi namm!! Núna á eftir liggur leiðin svo í búðir að reyna að kaupa smá jólagjafir fyrir pabba og Anthony og fleiri því á morgun liggur leiðin heim í Mountain View. Ég er líka að reyna að agitera fyrir því að við tökum 101 upp eftir og stoppum í Sólvangi á leiðinni… danskt nammi – jibbíí! 🙂