Þriðjudagur 27. nóvember
Dagarnir líða allt of hratt!!
Jedúddamía!! Hvernig fara dagarnir að því að líða svona hratt?!?! Maður er ekki fyrr búinn í “Weight training for women” en maður er mættur í næsta tíma og svo er maður eitthvað að baxa við heimadæmi og þá er maður kallaður í ofur-verslunarferð og þar með er dagurinn búinn!!! Ofur-verslunarferðin var reyndar í frásögur færandi því við Kerri fórum með Deirdre í Macy’s og fundum á hana kjól. Í ljós kom að hún notar kjóla af stærðum 2-4 en til viðmiðunar má geta þess að Kerri notar kjóla númer 6-8 og ég treð mér í kjóla af stærðum 10-12… Oh dear! Og núna sit ég og er að drekka Swiss Miss kakó fyrir framan tölvuna… Oh Dear!!
En við fundum sem sagt kjól… Þetta var svona “shopping by numbers” því það er alveg ferlega erfitt að finna kjóla í svona litlum stærðum – alveg eins og það er vesen að finna kjóla í minni stærð. En Kerri endurtók verslunarleikinn frá gallabuxnaævintýrinu ógurlega og hrúgaði inn kjólum í mátunarklefann og ég var yfirstjórnandi í að rífa þá af herðatrjám, kommenta á þá þegar Deirdre var komin í þá og setja aftur á herðatré. Mikið skemmtilegra heldur en að vera sjálfur í mátunarhlutverkinu! 🙂 En við fundum sem sagt fínan kjól og þá fórum við og fengum okkur að borða á Fresh Choice. Síðan fórum við í Target því Augusto á afmæli á morgun 28. nóvember og við ætlum að halda tvöfalda CoHo afmælisveislu fyrir hann og Erin með öllu tilheyrandi… sjá myndir á dagbók #1 bráðum… 🙂