Miðvikudagur 12. desember
Næstum leiðindalaus
Átti svakalega nótt. Vaknaði klukkan 3 við að hitablásturskerfið fór í gang mér til mikillar gleði þannig að ég stökk fram úr og slökkti á því. Vaknaði svo klukkan 4, 5 og 6 við að ég var að reyna að leysa eitthvað dæmi í hausnum á mér án þess að vita alveg hvaða dæmi ég væri eiginlega að leysa. Klukkan hringdi klukkan 6:50 og ég bað Finn um að slökkva. Hrökk svo upp klukkan 7:20 við það að ég hefði sofið yfir mig! Stökk fram á bað og ætlaði að setja í mig linsurnar þegar ég fattaði að ég var ennþá með linsurnar í augunum! Tók þær út og opnaði nýjan linsupakka. Hraðlas yfir lokaprófið sem ég hafi ekki náð að fara yfir í gærkvöldi og hjólaði svo á fullu til að ná lestinni – sem ég gerði. Prófið gekk síðan allt í lagi, ekkert stórkostlegt en ég ætti amk ekki að vera fallin eða neitt!
Núna sit ég á skrifstofunni og er að reyna að berja saman texta á ensku, nema hvað að ég virðist ekki vera enskumælandi lengur. Þetta gengur bara ekki neitt! Sem betur fer er hinn enski David að vinna þetta með mér og hann er alveg svakalega enskur og snöggur að skrifa. Þannig að þetta ætti að nást…
Alltbú!
Vorum að henda upp verkefninu okkar. Við settum það líka í word skjal… sem reyndist 18 blaðsíður með heimildayfirliti og skammstöfunum! Núna er klukkan að verða 04:00 og Finnur (þessi yfirelska) er á leiðinni að ná í mig. Verð að muna eftir að vera extra góð við hann á morgun/eftir! 🙂
Annars… ÉG ER FRJÁLS!!!