Fimmtudagur 10. janúar 2002
Dagurinn so far…
Ég afrekaði það að hjóla í skólann í morgun því ég vildi ekki vera háð lestinni sem var 30 mínútum of sein á þriðjudaginn. Í ljós kom að lestin var á réttum tíma, og hún tók fram úr mér fljótlega, en þegar ég kom þar sem ég hefði stigið af lestinni kom í ljós að ég var á undan skólastrætónum af stað og ég held að ég hafi hreinlega verið fljótari að hjóla en að taka lestina og strætó! Hins vegar er svolítið kalt úti þannig að mér var kalt á höndunum…
Svo fór ég í tíma um radar og þvínæst í “weight training for women” þar sem við gerðum Jane Fonda hundaæfingar! Hádegið var svo þrautahádegi, við spiluðum “Þrennu” (e. “Set”) og ég vann í fyrstu en síðan tók að halla á, einkum þegar ég varð “díler”. Þetta var reyndar spilið hennar Söru, en við Finnur fengum þetta spil í jólagjöf frá Hollu, Óla, Öddu og Halla og kunnum þeim bestu þakkir fyrir! 🙂
Og núna er best að fara að læra!
Síðan…
Í staðinn fyrir að koma neinu í verk þá var ég dregin í Macy’s að kaupa kvala-föt! Endaði með tvo “toppa” og tvennar buxur, eina skó og púður. Kom heim um seint og síðir og lærði smá. Á morgun verðum við látin vita hvaða dag í næstu viku við verðum – og síðan fáum við endanlegan prófessoralista þremur dögum fyrir prófið. Fjör!