Fimmtudagur 17. janúar 2002
Life goes on…
Fékk Augusto til að skutla mér í skólann í morgun sem þýddi að ég gat sofið til 07:30 og Finnur til 8:00. Ég var samt ekkert mikið að meika þennan morguntíma. Annars kviknaði loksins á heilanum mínum aftur í dag sem þýddi að ég gat loksins komist í gang með þessi heimadæmi mín. Ákvað að vera lengur í skólanum og klára þau (og eiga þá frí um helgina kannski – í fyrsta skiptið í laaangan tíma) – en á meðan fór Finnur og hitti Björn Þór (sem er í stuttri heimsókn hér), Kristínu Friðgeirs og Björgvin og Gísla og Bobby í Saratoga og borðaði með þeim mat.
En ég sem sagt sat niðri í skóla með sveitt ennið og tókst að klára heimadæmin á endanum. Þá byrjaði ég á næstu heimadæmum! En um sjöleytið fannst mér vera komið nóg og fór til Kerriar í Tiramisu-partý sem hún var að halda handa hverfinu sínu, því hún er hverfisskemmtanastjóri. Tiramisuið var voða gott (ég borðaði meiri að segja tvær því þetta var kvöldmaturinn minn) en svo fór ég og tók strætó heim. Núna er planið að hverfa inn í Tolkien-heima því ég er að lesa The Two Towers… 🙂