Laugardagur 2. febrúar 2002
Heimilisleg
Fyrst af öllu – Sonja Richter og hennar ektamaður Clint gengu í heilagt hjónaband í dag! Til hamingju! 🙂
Af okkur er það hins vegar að frétta að Finnur þurfti að vinna í dag því að næsta föstudag er eitthvert “deadline”. Ég ætlaði sko líka að vinna alveg helling í dag – en þegar á fætur var komið rann það upp fyrir mér að íbúðin væri í algjörri rúst og að nú væri kominn tími til að gera hana örlítið heimilislegri. Ég eyddi því deginum í að ramma inn myndir og hengja upp á vegg og snurfusa til. Enda var Finnur bara nokkuð imponeraður þegar hann kom heim!
Til að gera daginn ennþá betri þá prófaði ég að elda kjúklingarétt upp úr “Jamie Oliver – Happy Days With The Naked Chef” sem Hulda frænka og Co. gáfu okkur í jólagjöf og hann var hreint út sagt frábær!! Ég var ekkert smá ánægð með hann – og mig! 🙂